Mohamed Salah hlaut gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili en 32. mark hans í vetur gegn Brighton í dag setti um leið markamet í 20-liða úrvalsdeild.

Var ljóst að aðeins Harry Kane gæti náð Salah fyrir lokaumferðina en honum vantaði þrjú mörk til að jafna Salah. Um leið og Salah skoraði í dag kom svo að Kane þyrfti að skora að minnsta kosti fjögur mörk.

Tókst honum að skora tvö í 5-4 sigri Tottenham á Leicester en hann komst ekki lengra og þurfti því að horfa á eftir gullskónum til Salah eftir að hafa unnið gullskóinn árin tvö þar áður.