Miðakaupendur á leik Íslands og Rúmeniu í undanúrslitum í umspili um laust sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu karla sem fram átti að fara í kvöld geta óskað eftir endurgreiðslu á miðunum.

Frestur til þess að óska eftir að miðann endurgreiddan er til og með mánudagsins 6. apríl. Áætlað er að leikur Íslands og Rúmeníu fari fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 4. júní næstkomandi

Þeir sem keyptu miða og vilja halda sínum miðum þurfa ekki að gera neitt og halda einfaldlega sínum upprunalegu miðum/sætum.

Miðakaupendur sem vilja fá miðana endurgreidda geta haft samband við KSÍ í tölvupósti á midasala@ksi.is.