Aron Guðmundsson skrifar frá O2-höllinni í Lundúnum

Það er alveg ljóst að áhorfendur í O2-höllinni ætla ekki að gefa neitt eftir í látunum á bardagakvöldi UFC sem er nú farið af stað í Lundúnum. Gunnar Nelson keppir á aðalhluta bardagakvöldsins sem mun hefjast klukkan 20:00.

Bardagi Gunnars er þriðji í röðinni en hann mætir Japananum Takashi Sato í veltivigt.

Um er að ræða fyrsta bardaga Gunnars síðan í september árið 2019 og fyrsta bardaga hans á nýjum fimm bardaga samningi.

Frá fyrsta bardaga í svokölluðum prelims hluta kvöldsins, þar sem að lítt þekkt bardagafólk tekur þátt, hafa áhorfendur í O2-höllinni tekið mikinn þátt í því að mynda magnað andrúmsloft sem verður bara magnaðra eftir því sem líður á.

Bretar eiga nokkra fulltrúa á aðalhluta bardagakvöldsins Paddy Pimplett er einn af gullkynslóð bardagamanna Breta um þessar mundir og þá mun Tom Aspinall keppta í aðalbardaga kvöldsins gegn Aleksander Volkov í þungavigt.