Eftir slæmt tap í undankeppni HM ytra gegn Tékkum á miðvikudag svaraði íslenska liðið fyrir sig á heimavelli í dag og vann 28-19 sigur.

Íslenska liðið tapaði fyrri leiknum með fimm mörkum en með sigri dagsins hefur liðið nú betur í innbyrðis viðureignum gegn Tékkum sem er mikilvægt í baráttu um efsta sæti riðilsins.

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viggó Kristjánsson voru atkvæðamestir í sóknarleik Íslands og skoruðu báðir sex mörk.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti frábæran leik í markinu og varði 17 skot fyrir framan fulla Laugardalshöll.

Íslenska landsliðið er án þjálfara þessa stundina en Guðmundur Þ. Guðmundsson var rekinn úr starfi á dögunum en Guðmundur Magnússon og Ágúst Jóhannsson stýra liðinu á meðan eftirmanns hans er leitað.