Króatíski landsliðsmiðjumaðurinn Luka Modric sem leikur með ríkjandi meisturum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla var valinn besti leikmaður keppninnar. 

Modric hafði betur gegn fyrrverandi samherji sinn hjá Real Madrid, Cristiano Ronaldo, sem kom næstur, en Mohamed Salah, framherji Liverpool, sem laut í lægra haldi fyrir Modric í úrslitaleiknum síðasta vor var í þriðja sæti. 

Hér að neðan má sjá tíu efstu leikmennina í kjörinu.  

Luka Modric (Real Madrid) – 313 stig

Cristiano Ronaldo (Juventus/Real Madrid) – 223 stig

Mohamed Salah (Liverpool) – 134 stig

Antoine Griezmann (Atlético Madrid) – 72 stig

Lionel Messi (Barcelona) – 55 stig

Kylian Mbappé (Paris St. Germain) – 43 stig

Kevin De Bruyne (Manchester City) – 28 stig

Raphaël Varane (Real Madrid) – 23 stig

Eden Hazard (Chelsea) – 15 stig

Sergio Ramos (Real Madrid) – 12 stig