Sport

Modric hlaupið eitt og hálft maraþon á HM

Enginn leikmaður hefur hlaupið jafn mikið á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Luka Modric, fyrirliði króatíska liðsins sem er komið í úrslit.

Modric hefur átt frábært heimsmeistaramót. Fréttablaðið/Getty

Króatinn Luka Modric hefur verið einn allra besti leikmaður heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Modric hefur verið í byrjunarliðinu í öllum sex leikjum Króatíu á HM og leikið samtals 604 mínútur, eða í rúma 10 klukkutíma.

Þá hefur Modric hlaupið mest allra leikmanna mótsins, eða 63 kílómetra. Það gerir eitt og hálft maraþon, hvorki meira né minna.

Hinn 32 ára gamli Modric hefur skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu á HM sem lýkur með úrslitaleik Króatíu og Frakklands á Luzhniki leikvanginum í Moskvu.

Modric hefur fjórum sinnum unnið Meistaradeild Evrópu og einu sinni orðið Spánarmeistari með Real Madrid. Á sunnudaginn gæti hann svo bætt heimsmeistaratitli á ferilskrána.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Mistök kostuðu Ísland sigurinn gegn spræku liði Katars

Fótbolti

Van Dijk skaut Hollandi áfram í Þjóðadeildinni

Handbolti

FH bjargaði stigi í hádramatísku jafntefli gegn Val

Auglýsing

Nýjast

Verðskuldað jafntefli í lokaleik ársins gegn Katar

Kolbeinn fagnaði byrjunarliðssætinu með marki

Kolbeinn og Eggert koma inn í liðið gegn Katar

Leik lokið: Katar - Ísland 2-2

West Ham fær leyfi til að bæta við níu þúsund sætum

Tveir leikmenn Þórs/KA æfa með Leverkusen

Auglýsing