HM 2018 í Rússlandi

Modric hlaupið eitt og hálft maraþon á HM

Enginn leikmaður hefur hlaupið jafn mikið á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Luka Modric, fyrirliði króatíska liðsins sem er komið í úrslit.

Modric hefur átt frábært heimsmeistaramót. Fréttablaðið/Getty

Króatinn Luka Modric hefur verið einn allra besti leikmaður heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Modric hefur verið í byrjunarliðinu í öllum sex leikjum Króatíu á HM og leikið samtals 604 mínútur, eða í rúma 10 klukkutíma.

Þá hefur Modric hlaupið mest allra leikmanna mótsins, eða 63 kílómetra. Það gerir eitt og hálft maraþon, hvorki meira né minna.

Hinn 32 ára gamli Modric hefur skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu á HM sem lýkur með úrslitaleik Króatíu og Frakklands á Luzhniki leikvanginum í Moskvu.

Modric hefur fjórum sinnum unnið Meistaradeild Evrópu og einu sinni orðið Spánarmeistari með Real Madrid. Á sunnudaginn gæti hann svo bætt heimsmeistaratitli á ferilskrána.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu móttökurnar sem Frakkar fengu

HM 2018 í Rússlandi

Lovren: Frakkar spiluðu ekki fótbolta

HM 2018 í Rússlandi

Tóku Macron í dab-kennslu­stund í klefa eftir leik

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

Hafnaði liðum í Svíþjóð en ætlar út eftir áramót

Íslenski boltinn

Dagný búin að semja við Selfoss

Íslenski boltinn

Aukaspyrna Olivers tryggði Blikum stigin þrjú

Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

Fótbolti

Ronaldo: Flestir leikmenn á mínum aldri fara til Katar eða Kína

Auglýsing