Sport

Modric hlaupið eitt og hálft maraþon á HM

Enginn leikmaður hefur hlaupið jafn mikið á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Luka Modric, fyrirliði króatíska liðsins sem er komið í úrslit.

Modric hefur átt frábært heimsmeistaramót. Fréttablaðið/Getty

Króatinn Luka Modric hefur verið einn allra besti leikmaður heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Modric hefur verið í byrjunarliðinu í öllum sex leikjum Króatíu á HM og leikið samtals 604 mínútur, eða í rúma 10 klukkutíma.

Þá hefur Modric hlaupið mest allra leikmanna mótsins, eða 63 kílómetra. Það gerir eitt og hálft maraþon, hvorki meira né minna.

Hinn 32 ára gamli Modric hefur skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu á HM sem lýkur með úrslitaleik Króatíu og Frakklands á Luzhniki leikvanginum í Moskvu.

Modric hefur fjórum sinnum unnið Meistaradeild Evrópu og einu sinni orðið Spánarmeistari með Real Madrid. Á sunnudaginn gæti hann svo bætt heimsmeistaratitli á ferilskrána.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Íslenski boltinn

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Auglýsing

Nýjast

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Auglýsing