Sport

Modric hlaupið eitt og hálft maraþon á HM

Enginn leikmaður hefur hlaupið jafn mikið á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Luka Modric, fyrirliði króatíska liðsins sem er komið í úrslit.

Modric hefur átt frábært heimsmeistaramót. Fréttablaðið/Getty

Króatinn Luka Modric hefur verið einn allra besti leikmaður heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Modric hefur verið í byrjunarliðinu í öllum sex leikjum Króatíu á HM og leikið samtals 604 mínútur, eða í rúma 10 klukkutíma.

Þá hefur Modric hlaupið mest allra leikmanna mótsins, eða 63 kílómetra. Það gerir eitt og hálft maraþon, hvorki meira né minna.

Hinn 32 ára gamli Modric hefur skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu á HM sem lýkur með úrslitaleik Króatíu og Frakklands á Luzhniki leikvanginum í Moskvu.

Modric hefur fjórum sinnum unnið Meistaradeild Evrópu og einu sinni orðið Spánarmeistari með Real Madrid. Á sunnudaginn gæti hann svo bætt heimsmeistaratitli á ferilskrána.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Fótbolti

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Körfubolti

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

Auglýsing

Nýjast

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Þróttur búinn að ráða þjálfara

Þrjár reyna við heimsleikana

Auglýsing