Sophie Kumpen, móðir tvö­falda For­múlu 1 heims­meistarans Max Ver­stappen hefur eytt um­mælum sem hún birti á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram þar sem hún sakaði liðs­fé­laga hans, Sergio Perez um að halda fram­hjá eigin­konu sinni. Um­mæli Sophie komu í kjöl­far kaldra sam­skipta og krísu innan Red Bull Ra­cing.

Það mátti heyra spennuna og reiðina hjá báðum öku­­mönnum Red Bull Ra­cing, þeim Sergio Perez og Max Ver­stappen, í sam­­skipta­­kerfi liðsins eftir að þeir óku bílum sínum yfir enda­­marks­­línuna á Interla­gos brautinni í Brasilíu um síðustu helgi. Trega Ver­stappen til þess að að­stoða liðs­fé­laga sinn í stiga­keppni öku­manna og launa honum þar með greiða frá síðasta tíma­bili er þar um að kenna.

Ver­stappen er fyrir löngu búinn að tryggja sér sigur í heims­meistara­keppni öku­manna á meðan að Sergio Perez háir harða bar­áttu við Ferrari öku­manninn Charles Leclerc. Perez var skiljan­lega ekki á­nægður með vilja­leysi Ver­stappen til að rétta sér hjálpar­hönd og sendi frá sér skila­­boð með kald­hæðnis­­legum tón til liðsins eftir keppni.

„Þarna sýndi hann sitt rétta eðli," sagði Perez um Ver­stappen.

Sakaði Perez um framhjáhald

Bar­áttan innan liðsins varð það mikil að hún smitaðist yfir í fjöl­skyldu­með­lim Ver­stappen þar sem hún tók upp varnir fyrir son sinn og skaut föstum skotum að Perez með um­mælum við færslu sem hún eyddi síðan snögg­lega. Hins vegar ekki nógu snögg­lega.

Umrædd ummæli móður Verstappen um Perez
Fréttablaðið/Skjáskot

Um­mæli Sophie gefa það í skyn að Perez haldi fram­hjá eigin­konu sinni og er hún á­byggi­lega með því að vísa til at­viks sem átti sér stað eftir að Perez hampaði sigri í Móna­kó-kapp­akstrinum í sumar. Í sigur­partýi um kvöldið sást Perez dansa ansi náið við konu, ekki eigin­konu sína.

Eftir að mynd­bönd af Perez þetta um­rædda kvöld fóru í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum gaf hann í kjöl­farið frá sér yfir­lýsingu þar sem hann baðst af­sökunar á at­hæfi sínu og kvaðst taka fulla á­byrgð á því.

Hagsmunir liðsins settir í forgang

Í gær bárust svo fréttir af því að krísu­á­standið innan her­búða Red Bull Ra­cing hefði verið tekið fyrir á liðs­fundi og leyst. Ver­stappen hét þess að að­stoða Perez ef hann gæti um komandi keppnis­helgi sem er sú síðasta á yfir­standandi tíma­bili og fer fram í Abu Dhabi.

„Við tökumst á við þetta innan liðsins og höldum svo á­­fram. Auð­vitað er ég von­­svikinn, sér í lagi eftir allt sem ég hef gert en ég er viss um að við getum allir hegðað okkur eins og full­orðnir menn og haldið á­­fram sem lið," sagði Perez í sam­tali við Motor­­sport.com.

Búið sé að hreinsa loftið.

,,Það verður öðru­­vísi staðið að málum í fram­­tíðinni, ekki bara í Abu Dhabi heldur til lengri tíma litið. Við munum á­vallt setja hags­muni liðsins framar okkar eigin hags­munum."