Móðir Pep Guardiola, Dolors Sala Carrió, lést á spítala á Spáni í dag en dánarorsökin voru kórónaveiran.

Manchester City greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag og sendi fjölskyldu spænska knattspyrnustjórans samúðarkveðju.

Dolors eignaðist fjögur börn með faðir Pep, Valenti og sá son sinn leika með uppeldisfélagi sínu Barcelona og spænska landsliðinu.

Eftir að leikmannaferlinum lauk varð Guardiola einn farsælasti knattspyrnustjóri heims með Barcelona, Bayern Munchen og nú Manchester City.