Móðir 14 ára ein­hverfs stráks, Jacob Harding, sem Cristiano Ron­aldo leik­maður Manchester United lét reiði sína bitna á eftir leik síns liðs gegn E­ver­ton á síðasta tíma­bili segir enska knatt­spyrnu­sam­bandið þurfa að gefa Ron­aldo við­eig­andi refsingu sem af­leiðingu af hegðun hans á síðasta tíma­bili. Ron­aldo hefur nú verið á­kærður af enska knatt­spyrnu­sam­bandinu.

„Vonandi fær hann við­eig­andi refsingu," sagði Sarah Kel­ly, móðir stráksins í sam­tali við Mirror. „Hann getur ekki haldið á­fram að komast upp með þetta. Hegðun hans var ó­á­sættan­leg."

Þann 9. apríl fyrr á þessu ári tapaði Manchester United leik sínum gegn E­ver­ton á Goodi­son Park. Á leið sinni af vellinum braut Ron­aldo síma 14 ára Jacobs með því að slá hann úr hendi hans.

Móðir stráksins segist hafa hafnað boði um að hitta Ron­aldo eftir at­vikið sem hann baðst af­sökunar á. Hún segist hins vegar hafa fengið sím­tal frá knatt­spyrnu­manninum sem er af mörgum talinn besti knatt­spyrnu­maður sögunnar.

„Hann spurði mig hvort ég vildi koma og hitta fjöl­skyldu sína, sagðist ekki vera 'slæmur faðir'," hafði móðir Jacobs sagt í við­tali við Mirror sem tekið var fyrr á árinu The Mirror. Í við­talinu sagðist hún aldrei hafa sagt að Ron­aldo væri slæmur faðir. Í sím­talinu hafi Ron­aldo tönglast á slæmu upp­eldi sem hann fékk, hann hafi misst föður sinn.

Móðirin sýndi því enga miskunn. „Allir lenda í ein­hverju á lífs­leiðinni," sagði móðirin við Ron­aldo. Hún hafi meðal annars misst föður sinn á snemma og hafi sjálf sigrast á krabba­meini.

Hún segir Ron­aldo hafa kallað sig vit­lausu nafni, þá hafi hann alltaf talað um Jacob sem strákinn. „Ég veit að strákurinn á við vanda­mál að stríða," segir hún að Ron­aldo hafi sagt.

,,Hann á ekki við vanda­mál að stríða, hann glímir við fötlun. Það ert þú sem átt við vanda­mál að stríða," segist móðirin hafa sagt við Ron­aldo.

Hún lýsir Ron­aldo sem 'hroka­fyllsti maður sem ég hef talað við' það sé til­finning hennar að Ron­aldo hafi sloppið við af­leiðingar gjörða sinna til þessa.