MMA-kappinn Keith Thomas Coughlan er látinn eftir vespuslys á Balí. Maður að gangi í Norður-Kuta kom að honum hreyfingarlausum aðfaranótt sunnudags.

Coughlan var 26 ára gamall Íri en bjó í Ástralíu. Hann lést eftir að hafa klesst á frárennslisskurð.

Coughlan vann sinn fyrsta sigur í MMA-bardaga fyrir um mánuði síðan.

Sagt er að lögregla í Norður-Kuta sé enn að rannsaka hvort Coughlan hafi verið undir áhrifum áfengis þegar slysið átti sér stað.