Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United kveðst vera ánægður með að hafa Cristiano Ronaldo í sínum leikmannahóp þrátt fyrir sögusagnir síðustu vikna um að leikmaðurinn vilji yfirgefa herbúðir félagsins.

Ten Hag sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi fyrir leik í ensku úrvalsdeildinni í dag en Manchester United á leik gegn Brighton á sunnudaginn.

,,Ég er mjög ánægður með að hann sé hér með okkur. Í honum erum við með framúrskarandi sóknarmann," sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag.

Hann segir leikmannahóp Manchester United ekki alveg fullmótaðann.

,,Við erum að leita að styrkingu í leikmannahópinn. En maður þarf ekki bara leikmann, maður þarf rétta leikmanninn."