Á­horf­endur verða ekki leyfðir á í­þrótta­leikjum á vegum KSÍ líkt og fram kom í fjöl­miðlum fyrr í dag. Þetta stað­festi Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn á blaða­manna­fundi al­manna­varna í dag.

Á fundinum sagðist Víðir vilja á­rétta mis­skilning sem hafi komist á kreik. Áður hafði skilningur í­þrótta­hreyfingarinnar verið sá að á­horf­endur yrðu leyfðir frá og með morgun­deginum, í hundrað manna hólfum.

Sá skilningur byggðist á aug­lýsingu heil­brigðis­ráð­herra sem birtist í vikunni. Þannig voru knatt­spyrnu­fé­lög byrjuð að undir­búa komu á­horf­enda á leiki í Pepsí Max deildunum sem hefjast að nýju um helgina.

Víðir fundaði í dag með ÍSÍ og sér­sam­böndum og tók þar fram að á­horf­endur verði ekki leyfðir á í­þrótta­leikjum á næstunni. Bendir hann á að í­þrótta­mönnum og hreyfingum sé nú þegar veitt meiri undan­þága heldur en gengur og gerist annars staðar í sam­fé­laginu. Því fylgi á­kveðnar kvaðir.