Cameron Smith sem samdi á dögunum við LIV-mótaröðina um að skipta um mótaröð missti um helgina sérstakt bílastæði sem er ætlað ríkjandi meistara á Players-mótinu fyrir utan einn af þekktustu golfvöllum heims, Sawgrass.

Um árabil hefur tíðkast að ríkjandi meistari sé með sérmerkt stæði fyrir utan klúbbhúsið á Sawgrass vellinum ásamt því að fá greiðan aðgang að rástímum en hann virðist ekki njóta þeirra fríðinda lengur.

Þess í stað er búið að merkja stæðið leikmönnum af PGA-mótaröðinni.

„Leikmenn sem fara yfir á LIV-mótaröðina missa öll réttindi hjá okkur undir eins,“ staðfesti framkvæmdarstjóri Sawgrass vallarins.

Þá er búið að fjarlægja allar myndir og minnisvarða um sigur Smith á mótinu af svæðinu.