Philadelphia 76ers þarf að leika án Matisse Thybulle í útileikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar enda er Thybulle óbólusettur og má því ekki ferðast yfir landamærin til Kanada þar sem 76ers á að mæta Toronto Raptors.

Búið er að fella niður bólusetningarskyldu í flestum ríkjum Bandaríkjanna og hefur Thybulle því ekki misst af mörgum leikjum undanfarnar vikur.

Það er hinsvegar enn gerð krafa um bólusetningar við komuna til Kanada og er búið að fella úr gildi undanþágu fyrir afreksíþróttafólk sem kemur í veg fyrir að Thybulle geti ferðast með liðinu til Kanada.

Bakvörðurinn sem lék 25,5 mínútur að meðaltali í leik og er helst þekktur fyrir öflugan varnarleik verður því fjarverandi í tveimur leikjum að hið minnsta í úrslitakeppninni.

Sjálfur ítrekaði hann að hann hefði kosið að afþakka bóluefni þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn um málið eftir leiki gærkvöldsins.