Stúlkan hét Ava White og hún var viðstödd á jólahátið í Liverpool þegar hún var stungin til bana í síðustu viku.

Liverpool vann nágrannaslaginn gegn Everton í gær og Trent klæddist bol í leiknum sem á stóð: 'Hvíl í friði Ava White.'

Trent er fæddur og uppalinn í Liverpool. Minning Övu var heiðruð í leik gærkvöldsins. Til að mynda sameinuðust áhorfendur á Goodison Park í dynjandi lófataki, minningu hennar til heiðurs á 12. mínútu leiksins.

GettyImages

Fjórtán ára strákurinn sem varð henni að bana, mætti fyrir dómara hjá Liverpool Crown Court dómstólnum í gær, þar sem hann var ákærður fyrir morðið.

Réttarhöld í málinu munu fara fram þann 16. maí á næsta ári.