Milljarðamæringurinn Chamath Palihapitiya sem á hlut í Golden State Warriors gæti verið neyddur til að selja eignarhlut sinn í félaginu eftir að hann sagði að það væri öllum sama um meðferð kínveskra stjórnvalda á Uyghur múslimum.

Golden State sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sagðist ekki sammælast ummælum Palihapitiya.

Bandarísk stjórnvöld hafa sakað kínversk stjórnvöld um mannréttindabrot með meðferð sinni á Uyghur múslimum í Xinjiang héraðinu í Kína.

„Það er öllum saman um það sem er að eiga sér stað hjá Uyghur-múslimunum. Það er sorgleg staðreynd en ekki eitt af því sem ég hef áhyggjur af.“