Körfu­bolta­maðurinn Ca­leb Swanigan, sem var árið 2017 valinn í fyrstu um­ferð ný­liða­vals NBA-deildarinnar, lést á Lut­heran sjúkra­húsinu í Indiana á mánu­daginn. Þetta kemur fram í yfir­lýsingu frá NBA deildinni þar sem segir einnig að hann hafi látist af náttúru­legum or­sökum.

Ca­leb var valinn af Port­land Tra­il Blazers í ný­liða­vali NBA deildarinnar árið 2017 eftir hafa slegið í gegn með Pur­du­e Uni­versity árin áður. Alls spilaði Ca­leb 75 leiki fyrir Port­land áður en honum var skipt yfir til Sacra­mento Kings í febrúar 2019 þar sem hann var í eitt ár áður en hann gekk aftur til liðs við Port­land.

Pur­du­e Uni­versity minnist Ca­lebs sem stjörnu í körfu­bolta­sögu skólans þar sem hann átti eitt af hans bestu tíma­bilum kom árin 2016-2017. Það tíma­bil setti Ca­leb að meðal­tali niður 18,5 stig í leik, tók 12,5 frá­köst og gaf 3,1 stoð­sendingu.