Milos Milojevic var á dögunum rekinn sem þjálfari sænska meistara­liðsins Mal­mö eftir að­eins nokkra mánuði í starfi. Milos, sem er ís­lenskum knatt­spyrnu­á­huga­mönnum þekktur eftir tíma sinn meðal annars hjá Víkingi Reykja­vík og Breiða­blik, birtist ó­vænt á æfinga­svæði fé­lagsins tveimur dögum eftir að hafa verið látinn fara úr starfi þjálfara.

Frá þessu er greint á vef Afton­bladet og þar tjáir sig fyrir­liði liðsins Anders Christen­sen sem segir Milos ekki hafa verið búinn að tapa klefanum líkt og það er oft orðað. ,,Við í leik­manna­hópnum vorum hissa þegar að þessar fréttir bárust."

Leik­menn Mal­mö fengu frí frá æfingum fimmtu­dag til laugar­dags og á föstu­daginn síðast­liðinn bárust fréttir af því að Milosi hafi verið sagt upp störfum. Leik­menn mættu síðan aftur til æfinga á sunnu­daginn og þá, þeim til mikillar undrunar, var Milos mættur á æfinga­svæðið.

,,Þetta er í fyrsta skipti sem þjálfari sem ég hef spilað fyrir gerir þetta," segir Anders í sam­tali við Afton­bladet og ber Milosi söguna vel. ,,Ég ber mikla virðingu fyrir honum og því að hann hafi látið sjá sig á æfinga­svæðinu. Hann getur gengið stoltur frá borði."

Þolin­mæðin var ekki alveg til staðar hjá for­ráða­mönnum Mal­mö. Liðið féll úr leik í undan­keppni Meistara­deildar Evrópu í síðasta mánuði og er sem stendur í 5. sæti sænsku úr­vals­deildarinnar, þó að­eins þremur stigum frá topp­liði Djur­gar­d­en.