James Milner skoraði sigurmarki af vítapunktinum í 2-1 sigri Liverpool á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag sem þýðir að sautján leikja sigurganga Liverpool heldur áfram.

Liverpool er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir átta leiki en City getur minnkað forskot Liverpool niður í fimm stig á ný á morgun.

James Maddison virtist hafa bjargað stigi fyrir gestina þegar hann jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en James Milner reyndist hetja heimamanna.

Brotið var á Sadio Mane innan vítateigsins og Milner hafði taugarnar í að klára vítaspyrnuna örugglega.

Á sama tíma hafði Jóhann Berg Guðmundsson betur gegn Gylfa Þór Sigurðssyni í Íslendingaslag Burnley og Everton.

Jóhann og Gylfi voru báðir í byrjunarliðinu í dag en eftir að Everton missti Seamus Coleman af velli með rautt spjald tókst Burnley að skora eina mark leiksins.

Þá vann Aston Villa 5-1 stórsigur á Norwich þrátt fyrir að hafa brennt af vítaspyrnu og Watford og Sheffield United skildu jöfn 0-0.