Næstu þrír leikir íslenska handboltalandsliðsins í milliriðlunum á HM fara fram í Dr Hassan Moustafa Indoor Sports Complex, höll sem er skýrð í höfuðið á forseta IHF í heimalandi hans.

Strákarnir okkar léku fyrstu leiki sína í nýrri borg í uppbyggingu í úthverfi Kaíró sem á eftir að nefna. Hún hefur gengið undir nafninu New Administrative Capital.

Nú fara þeir í aðra slíka borg sem er í uppbyggingu í úthverfi Kaíró og heitir 6. októberborgin. Nafnið á borginni er tilvísun í upphafsdag októberstríðsins sem stóð á milli Ísrael og bandalags arabískra ríkja.

Í miðbæ 6. októberborgar er að finna nýja íþróttahöll sem var tekin í notkun á síðasta ári með augastað á að hún yrði notuð á HM í handbolta. Höllin tekur 5200 manns en það verða engir áhorfendur á leikjunum.

Ákveðið var að höllin yrði nefnd til höfuðs Hassan Moustafa sem hefur verið forseti IHF frá árinu 2000.