Enski boltinn

Miklar væntingar gerðar til Brassans

Er Alisson maðurinn til að leysa markvarðavandræði Liverpool?

Liverpool hefur leitað lengi að traustum markverði. Stuðningsmenn liðsins vonast til að Alisson sé sá maður. Fréttablaðið/Getty

Eftir ófarir Loris Karius í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðasta vor var ljóst að Jürgen Klopp þyrfti að fá nýjan mann milli stanganna hjá Liverpool.

Um miðjan júlí staðfesti Liverpool að félagið hefði fest kaup á brasilíska landsliðmarkverðinum Alisson frá Roma. Hann var dýrasti markvörður heims í nokkrar vikur, eða þar til Chelsea keypti Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao.

Alisson hóf ferilinn með Internacional í heimalandinu en gekk í raðir Roma 2016. Hann var varamaður fyrir Wojciech Szczesny á sínu fyrsta tímabili í borginni eilífu. Á síðasta tímabili fékk Alisson tækifæri eftir að Szczesny var seldur til Juventus og sló í gegn. Roma fékk aðeins 28 mörk á sig í ítölsku úrvalsdeildinni, næstfæst allra liða, og Alisson hélt marki sínu 17 sinnum hreinu. Þá hélt hann fimm sinnum hreinu á leið Roma í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Alisson, sem hefur verið aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins undanfarin ár, er góður maður gegn manni, gríðarlega öruggur með boltann og kemur honum vel frá sér. Og hann er ekki mistækur eins og þeir Simon Mignolet og Karius sem hafa staðið í rammanum hjá Liverpool síðustu ár.

Markvarðarstaðan hefur verið til vandræða hjá Rauða hernum undanfarin ár en stuðningsmenn Liverpool vonast til að það heyri sögunni til. Og þeir vonast að sjálfsögðu til þess að kaupin á Alisson heppnist jafn vel og síðast þegar Liverpool keypti leikmann frá Roma (Mohamed Salah).

Þessi grein birtist í sérblaði um enska boltann sem fylgdi Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Brighton lagði Man.Utd að velli

Enski boltinn

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Enski boltinn

Chelsea vann Arsenal í fjörugum leik

Auglýsing

Nýjast

Haukur valinn bestur á EM

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Róbert vann silfur og setti Íslandsmet

Auglýsing