Danskir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í dag að Hansen og Mads Mensah Larsen myndu semja við Álaborg en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Hansen hefur verið einn besti handboltamaður heimsins undanfarinn áratug en hann hefur leikið með PSG frá 2012.

Þar áður lék Hansen í tvö ár við hlið Íslendinganna í AG Köbenhavn og tvö ár með Barcelona en hann hefur leitt danska landsliðið á gullaldartímabili Dana í handbolta.

Með Hansen innanborðs hefur Danmörk unnið tvo heimsmeistaratitla, einn Evrópumeistaratitil og Ólympíugull í Ríó 2016 undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.