Íslendingar sem og aðrir sem hafa hug á að fylgja Stelpunum okkar á Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar geta tryggt sér miða þar sem almenn miðasala hófst í dag.

Hægt er að nálgast miða í gegnum miðasölu evrópska knattspyrnusambandsins hér.

Með því að skoða leiki Íslands má sjá að það sé talsverð eftirspurn eftir miðum á leiki Íslands gegn Belgíu og Ítalíu sem fara fram á velli unglingaliðs Manchester City.

Betri líkur eru á að Íslendingar geti fengið miða á leik Íslands og Frakklands í Rotherham.

Um leið geta Íslendingar sótt um miða á útsláttarkeppnina og úrslitaleikinn sjálfann sem fer fram á Wembley.