Heildarvelta veðmálafyrirtækisins Coolbet Íslands í íslenska fótboltanum frá maí fram í júlí var tæpar 386 milljónir króna. Vinsælast var að veðja á leiki í Pepsi Max-deild karla, alls tæpum 118 milljónum króna. Þar á eftir kom 4. deild karla með rúmar 76 milljónir.

Mun meira var veðjað á leiki í 4. deildinni en þeirri 1., þar sem aðeins var veðjað 58 milljónum. Veltan á 2. deildinni var rúmar 33 milljónir og rúmar 23 á þeirri 3.

Á Pepsi Max-deild kvenna var veðjað rúmum 29 milljónum króna og 16,5 milljónum á 1. deildina. Fjárhættuspilarar höfðu minni trú á bikarleikjunum er þar var veltan 22,5 milljónir króna hjá körlum og 16,5 milljónir hjá konum.

Samkvæmt Coolbet var vinsælasti leikurinn til að veðja á í Pepsi Max-deild karla leikur ÍA gegn Val og Breiðabliks gegn Keflavík í kvennadeildinni. Vinsælasti leikurinn í 4. deild karla var Léttir í Reykjavík gegn Hvíta Riddaranum frá Mosfellsbæ.