Fótbolti

Mikið ævintýri en gott að vera komin heim frá Tékklandi

Sandra María Jessen, leikmaður Íslandsmeistara Þórs/KA, er þegar búin að skora fimm mörk í Pepsi-deild kvenna. Hún var í Tékklandi í vetur og spilaði þar með Slavia Prag þar sem ný ævintýri biðu hennar á hverjum degi.

Sandra María hefur verið komið á skotskónum eftir að hún kom heim frá Tékklandi. NordicPhotos/Getty

Sandra María kom inn í Pepsi-deildina með miklum látum og skoraði þrennu í fyrsta leik gegn Grindavík. Síðan hafa komið tvö mörk, gegn HK/Víkingi og ÍBV. Sandra var lánuð til Slavia Prag í vetur þar sem hún upplifði ný ævintýri á hverjum degi.

„Maður græðir alltaf á því að komast í nýtt umhverfi og fá aðra sýn á fótboltann. Þetta ævintýri gaf mér mikið og hefur hjálpað mér að ná þessari góðu byrjun,“ segir hún.

Slavia Prag er sigursælt félag, hefur unnið 19 titla, meðal annars deildina fjögur ár í röð.

„Liðið er virkilega sterkt. Umgjörðin, þjálfunin og æfingarnar voru til fyrirmyndar og ég ákvað strax að gera það sem ég gæti gert til að byggja ofan á þannig að ég hugsaði vel um mig utan vallar,“ segir Sandra María.

„Ég æfði mikið og leikjaprógramið í Tékklandi er þétt svo ég spilaði marga leiki og spilaði í nýjum stöðum, var ekki bara föst á kantinum. Ég spilaði á miðjunni og var fremst meðal annars. Við spiluðum líka mörg kerfi svo ég fékk nýja innsýn í fótboltann og tel að það sé hollt að vera ekki alltaf í sama pakkanum og með sömu áherslurnar.“

Hún viðurkennir að það hafi verið smá stress að labba inn í klefann í fyrsta sinn enda eini útlendingurinn í liðinu og lítið um ensku á æfingasvæðinu.

„Það er ein frá Slóvakíu þarna en hún er búin að búa í Prag í nokkur ár þannig að ég var sú eina sem talaði ekki tungumálið. Stelpurnar kenndu mér tékknesku og ég kann núna slatta í tungumálinu og ég var fljót að komast inn í hópinn,“ segir Sandra María.

„Það tók mig smá tíma að koma mér inn í tungumálið en liðið tók vel á móti mér og ég var ekkert lengi að komast inn í hlutina.“

Sandra segir að það sé öðruvísi að koma inn í mótið sem ríkjandi Íslandsmeistari.

„Það er alltaf meiri pressa en við erum að gera það sem við erum góðar í. Þetta er verkefni sem við erum að tækla og við erum búnar að vera að gera það vel að mér finnst.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Suður-Kórea er með frábært lið en við óttumst ekkert

Fótbolti

Skytturnar mæta Napoli

Fótbolti

Guardiola heldur með Bayern í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Ronaldo sleppur við leikbann fyrir hreðjafagnið

Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Auglýsing