Fótbolti

Mikið ævintýri en gott að vera komin heim frá Tékklandi

Sandra María Jessen, leikmaður Íslandsmeistara Þórs/KA, er þegar búin að skora fimm mörk í Pepsi-deild kvenna. Hún var í Tékklandi í vetur og spilaði þar með Slavia Prag þar sem ný ævintýri biðu hennar á hverjum degi.

Sandra María hefur verið komið á skotskónum eftir að hún kom heim frá Tékklandi. NordicPhotos/Getty

Sandra María kom inn í Pepsi-deildina með miklum látum og skoraði þrennu í fyrsta leik gegn Grindavík. Síðan hafa komið tvö mörk, gegn HK/Víkingi og ÍBV. Sandra var lánuð til Slavia Prag í vetur þar sem hún upplifði ný ævintýri á hverjum degi.

„Maður græðir alltaf á því að komast í nýtt umhverfi og fá aðra sýn á fótboltann. Þetta ævintýri gaf mér mikið og hefur hjálpað mér að ná þessari góðu byrjun,“ segir hún.

Slavia Prag er sigursælt félag, hefur unnið 19 titla, meðal annars deildina fjögur ár í röð.

„Liðið er virkilega sterkt. Umgjörðin, þjálfunin og æfingarnar voru til fyrirmyndar og ég ákvað strax að gera það sem ég gæti gert til að byggja ofan á þannig að ég hugsaði vel um mig utan vallar,“ segir Sandra María.

„Ég æfði mikið og leikjaprógramið í Tékklandi er þétt svo ég spilaði marga leiki og spilaði í nýjum stöðum, var ekki bara föst á kantinum. Ég spilaði á miðjunni og var fremst meðal annars. Við spiluðum líka mörg kerfi svo ég fékk nýja innsýn í fótboltann og tel að það sé hollt að vera ekki alltaf í sama pakkanum og með sömu áherslurnar.“

Hún viðurkennir að það hafi verið smá stress að labba inn í klefann í fyrsta sinn enda eini útlendingurinn í liðinu og lítið um ensku á æfingasvæðinu.

„Það er ein frá Slóvakíu þarna en hún er búin að búa í Prag í nokkur ár þannig að ég var sú eina sem talaði ekki tungumálið. Stelpurnar kenndu mér tékknesku og ég kann núna slatta í tungumálinu og ég var fljót að komast inn í hópinn,“ segir Sandra María.

„Það tók mig smá tíma að koma mér inn í tungumálið en liðið tók vel á móti mér og ég var ekkert lengi að komast inn í hlutina.“

Sandra segir að það sé öðruvísi að koma inn í mótið sem ríkjandi Íslandsmeistari.

„Það er alltaf meiri pressa en við erum að gera það sem við erum góðar í. Þetta er verkefni sem við erum að tækla og við erum búnar að vera að gera það vel að mér finnst.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Kviknaði í sigur­rútu Red Star Bel­grad

Fótbolti

Frá Sam­sung-vellinum til Kænu­garðs á innan við þremur árum

Fótbolti

Sjáðu stórglæsilegt mark Elíasar Más

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Meistari í þriðja landinu á síðustu þremur árum

Sport

Þrjú komin á heimsleikana

Handbolti

Bundu endi á 10 ára sigurgöngu Veszprém

Handbolti

Bjarki Már EHF-meistari

Enski boltinn

Segir Lukaku hafa ákveðið að byrja á bekknum

Enski boltinn

„Chelsea gæti þurft að selja Hazard“

Auglýsing