Ónefnd kona kærir hnefaleikagoðsögnina Mike Tyson fyrir nauðgun. Á hún að hafa átt sér stað snemma á tíunda áratugi síðustu aldar. New York Post fjallar um málið.

Naugðunin á að hafa átt sér stað inni í limmósínu eftir að þau hittust á næturklúbbi.

Konan tekur ekki nákvæmlega fram hvenær hún á að hafa átt sér stað en er talið að það gæti hafa verið um svipað leyti og Tyson á að haf nauðgað Desiree Washington. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brotið árið 1992 en hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu.

Konan sem nú kærir hinn 56 ára gamla Tyson segir hann hafa boðið sér og vinkonu sinni far í teyti. Hann hafi hins vegar farið að snerta hana í bílnum og ekki hætt þó svo að hún hafi beðið hann um það. Svo á Tyson að hafa nauðgað henni.

Konan sem um ræðir vill fimm milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur frá Tyson. Hún segist síðar á lífsleiðinni hafa fundið fyrir líkamlegum og andlegum áverkum af meintu broti Tyson.