Mike Dean, dómari leiks Chelsea og Manchester City, sló á létta strengi og faldi bolta leiksins fyrir Sergio Aguero eftir leik þegar Aguero sóttist eftir honum.

Venja er að leikmenn sem skori þrennu í leikjum fái að eiga boltann eftir leik.

Aguero skoraði þrjú í 6-0 sigri Manchester City á Chelsea í dag, hans ellefta þrenna í úrvalsdeildinni og sóttist eftir boltanum í leikslok.

Dean sá sér leik á borði og setti boltann inn á treyjuna en var fljótur að bregðast við og afhenda Aguero boltann.