Enski boltinn

Mike Dean reyndi að fela boltann fyrir Aguero

Mike Dean, dómari leiks Chelsea og Manchester City, sló á létta strengi og faldi bolta leiksins fyrir Sergio Aguero eftir leik þegar Aguero sóttist eftir honum.

Aguero fagnar marki á Etihad-vellinum í dag. Fréttablaðið/Getty

Mike Dean, dómari leiks Chelsea og Manchester City, sló á létta strengi og faldi bolta leiksins fyrir Sergio Aguero eftir leik þegar Aguero sóttist eftir honum.

Venja er að leikmenn sem skori þrennu í leikjum fái að eiga boltann eftir leik.

Aguero skoraði þrjú í 6-0 sigri Manchester City á Chelsea í dag, hans ellefta þrenna í úrvalsdeildinni og sóttist eftir boltanum í leikslok.

Dean sá sér leik á borði og setti boltann inn á treyjuna en var fljótur að bregðast við og afhenda Aguero boltann.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Enski boltinn

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Enski boltinn

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing