Mika­el Neville And­er­son, landsliðsmaður í knattspyrnu, varð í gærkvöldi danskur meistari en liðið tryggði sér titilinn með því að leggja FC Köbenhavn að velli með þremur mörkum gegn einu.

Þetta er í þriðja skipti í sögunni sem Midtjylland vinnur titilinn og í annað skipti á síðustu þrem­ur árum. Mikael spilaði fyrstu 81 mínúturnar í leiknum fyrir Midtjylland sem hefur 17 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir.

Mikael hefur spilað 28 leiki í deildinni á yfirstandandi leiktíð og skorað í þeim leikjum fjög­ur mörk. Ragn­ar Sig­urðsson var í byrj­un­arliði FC Köbenhaven í leiknum en hann fór meidd­ur af velli eftir tæplega hálftíma leik.

Íslendingar eiga fulltrúa í bæði Danmerkurmeisturum keppnistímabilsins sem og bikarmeistaraliðinu en Eggert Gunnþór Jónsson og samherjar hans hjá SönderjyskE urðu nýverið bikarmeistarar.