Fram undan eru tvær síðustu umferðirnar í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu en Erik Hamrén og Freyr Alexandersson þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu kynntu í dag leikmannahóp íslenska liðsins sem mætir Tyrklandi og Moldóvu í lokaumferðum H-riðils undankeppninnar.

Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl fimmtudaginn 14. nóvember og svo Moldóvu sunnudaginn 17. nóvember í Chisinau. Fyrir lokaumferðirnar tvær eru Frakkland og Tyrkland á toppi riðilsins með 19 stig og íslenska liðið kemur þar á eftir með 15 stig.

Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundssson og Albert Guðmundsson verða fjarri góðu gamni í þessum leikjum vegna meiðsla.

Þá detta Ingvar Jónsson, Birkir Már Sævarsson og Emil Hallfreðsson út úr hópnum frá síðasta leik en inn í þeirra stað koma Rúnar Alex Rúnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Rúnar Már Sigurjónsson og Mikael Neville Anderson.

Mikael sem lék með Íslandi gegn Indónesíu í æfingarleik á síðasta ári leikur með Midtjylland í dönsku deildinni og á að baki þrettán leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:

Hannes Þór Halldórsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Ögmundur Kristinsson

Varnarmenn:

Ari Freyr Skúlason
Hörður Björgvin Magnússon
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Jón Guðni Fjóluson
Sverrir Ingi Ingason
Hjörtur Hermannsson
Guðlaugur Victor Pálsson

Miðjumenn:

Mikael Neville Andersen
Birkir Bjarnason
Rúnar Már Sigurjónsson
Samúel Kári Friðjónsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Aron Elís Þrándarson
Arnór Sigurðsson
Arnór Ingvi Traustason

Sóknarmenn:

Alfreð Finnbogason
Kolbeinn Sigþórsson
Jón Daði Böðvarsson
Viðar Örn Kjartansson