Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Kári Árnason fær hvíld eftir stórleikinn gegn Tyrkjum og Mikael Neville Anderson, 21. árs gamall gutti frá Sandgerði byrjar í fyrsta sinn en hann hefur átt frábært tímabil með toppliði Midtjylland.

Mikael á íslenska móður en pabbi hans er frá Jamaíka. Hann hefur búið í Danmörku frá ellefu ára aldri og gat spilað fyrir Danmörku. Hann valdi Ísland árið 2017. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætti Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta í janúar árið 2018.

Hannes Þór Halldórsson stendur á milli stanganna. Vörnin skipa þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Ari Freyr Skúlason.

Á miðjunni eru þeir Mikael Neville Anderson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Arnór Sigurðsson. Sóknarlínuna skipa þeir Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson sem getur bætt markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.

Kolbeinn er búinn að skora 26 mörk í 54 landsleikjum. Eiður skoraði sín 26 mörk í 88 landsleikjum.