Nú liggur fyrir hvernig riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla mun líta út á komandi keppnistímabili en dregið var í hana í dag.

Ísland mun eiga tvo fulltrúa í riðlakeppninni að þessu sinni en Mikael Neville Anderson leikur með Midtjylland og Ögmundur Kristinsson spilar fyrir Olympiacos.

Mikael Neville og liðsfélagar hans hjá Midtjylland drógust í riðil með Liverpool, Ajax og Atalanta á meðan Ögmundur mun etja kappi við Porto, Manchester City og Marseille.

Chelsea er í nokkuð þægilegum riðli og að það sama má segja um ríkjanda meistara, Bayern München. Juventus og Barcelona eru í saman í riðli og þar með munu stórstjörnurnar Cristiano Ronaldo og Lionel Messi leiða saman hesta sína.

Paris Saint-Germain sem laut í lægra haldi fyrir Bayern München í úrslitaleik síðustu leiktíðar í sumar er með Manchester United í riðli.

Riðlakeppnin mun hefjast 20. október næstkomandi og áætlað er að úrslitaleikurinn fari fram í Istanbúl 29. maí árið 2021.

Leikið verður í átta fjögurra liða riðlum og riðlana má sjá hér að neðan:

A-riðill

Bayern München
Atlético Madrid
RB Salzburg
Lokomotiv Moskva

B-riðill

Real Madrid
Shaktar Donetsk
Inter Milan
Borussia Mönchengladbach

C-riðill

Porto
Manchester City
Olympiacos
Marseille

D-riðill

Liverpool
Ajax
Atalanta
Midtjylland

E-riðill

Sevilla
Chelsea
Krasnodar
Rennes

F-riðill

Zenit
Borussia Dortmund
Lazio
Club Brugge

G-riðill

Juventus
Barcelona
Dynamo Kiev
Ferencvaros

H-riðill

Paris Saint-Germain
Manchester United
RB Leipzig
Istanbul Basaksehir