Thiago Alcant­ara, miðvallarleikmaður Liverpool, verður fjarri góðu gamni í næstu leikjum liðsins.

Spænski landsliðsmaðurinn fór meiddur af velli þegar Liverpool lagði Crystal Palace að velli með þremur mörkum gegn engu í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta

Alcantara meiddist á kálfa og verður ekki með þegar Liverpool mætir Norwich City í deilda­bik­arn­um annað kvöld og Brentford í deildinni um næstu helgi. Hann bætist á meiðslalista miðjuanna Liverpool en Harvey Elliott varð fyrir slæmum ökklameiðslum í sigri liðsins gegn Leeds United á dögunum.

Trent Al­ex­and­er-Arnold mun sömuleiðis verða fjarverandi í leiknum gegn Norwich vegna veikinda sem öftruðu honum frá því að spila við Crystal Palace um nýliðna helgi.

Liverpool hefur 13 stig eftir fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni líkt og Chelsea og Manchester United en Chelsea trónir á toppi deilarinnar með bestu markatölunua af þessum þremur liðum.

Það eru ekki einungis slæmar fregnir sem berast úr herbúðum Liverpool en framherjinn Roberto Firmino er farinn að æfa með liðinu á nýjan en hann hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla aftan í læri. Firmino mun þó hvíla þegar Liverpool fer á Carrow Road á morgun.

Pepijn Lijnders sagði í samtali við fjölmiðla að Caoimhín Kelleher muni standa á milli stanganna í leiknum við Norwich City.