Íslenska karlalandsliðið leikur tvo landsleiki í landsliðsglugganum sem nú er hafinn í undankeppni HM 2023. Landsliðið byrjar á æfingum hér heima og hefur leik á föstudaginn kemur 11. nóvember þegar Georgía kemur í heimsókn í Laugardalshöllina og leika liðin kl. 19:30. Leikurinn verður í beinni á RÚV.

Miðasala hefur gengið vonum framar en liðið snýr nú aftur í Laugardalshöll sem verið hefur verið ónothöf. Hægt er að nálgast örfáa miða í Stubb appinu en þar fer hver að verða síðastur.

Seinni leikurinn fer fram ytra mánudaginn 14. nóvember gegn Úkraínu og verður hann leikinn í Riga í Lettlandi og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma (16:00 í Lettlandi) og verður í beinni útsendingu einnig á RÚV. 

Þetta eru virkilega mikilvægir leikir sem framundan eru upp á framhaldið en Ísland getur styrkt stöðu sína gríðarlega í keppninni með góðum úrslitum.
Bæði lið andstæðinga Íslands eru fyrnasterk og léku í haust bæði lokamóti EM, EuroBasket 2022, þar sem bæði lið fóru í 16-liða úrslit.