Phil Mickelson hafði betur eftir þrefaldan bráðabana í einvígi hans og Tiger Woods í Las Vegas í gær og fékk með því níu milljónir dollara í sinn hlut.

Viðburðurinn vakti mikla athygli enda tveir af sigursælustu kylfingum allra tíma að mætast í einvígi. Átján holur og sigurvegarinn tók níu milljónir heim með sér.

Mikið var búið að ræða að það yrðu hliðarveðmál og að aðdáendur fengju að hlusta á þá tvo kítast sín á milli en það fjaraði fljótlega undan því.

Báðir léku þeir hringinn á 69 höggum, Phil fékk þrjá fugla og enga skolla en Tiger fékk sex fugla og þrjá skolla og þurfti því að grípa til bráðabana.

Var sérstök braut búin til, 93 metra par 3 hola og þurftu þeir að leika hana fjórum sinnum þegar Phil fékk fugl á meðan Tiger þurfti að sætta sig við par.