Sport

Miða­salan opnar aftur á morgun: Engir Argentínu­miðar

Miðasala Alþjóðaknattspyrnusambandsins á HM í Rússlandi hefst aftur á morgun og geta Íslendingar náð miðum á leikina gegn Króötum og Nígeríu en uppselt er á leikinn gegn Argentínu.

Stuðningsmenn Íslands unnu hug og hjörtu Evrópu í Frakklandi síðasta sumar en óvíst er hversu margir ætla til Rússlands. Fréttablaðið/Getty

Lokastig miðasölunnar fyrir HM 2018 í Rússland hefst á morgun þegar boðið verður að kaupa miðana sem eftir standa á leikina í sumar en boðið verður upp á að kaupa miða á alla leiki nema tvo, leik Íslands gegn Argentínu og úrslitaleikinn sjálfan.

Virðast það vera einu tveir leikirnir sem uppselt er á.

Kemur þetta fram á heimasíðu FIFA en íslenskir aðdáendur ættu þá að geta fengið miða á leikina gegn Nígeríu þann 22. júní í Volgograd og leik Íslands og Króatíu í Rostov 26. júní.

Er verið að ljúka síðustu miðakaupunum þar sem stuðningsmönnum bauðst að kaupa miða hjá liðum sínum en á morgun getur hver sem er keypt miða á alla leiki. Hefst miðasalan 09:00 á heimasíðu FIFA.

Er um að ræða einfalt kerfi, fyrstur kemur, fyrstur fær, og er því mikilvægt að aðdáendur sem ætla sér að kaupa miða á leikina verði tilbúnir snemma í fyrramálið en það fást strax svör hvort miðakaupin hafi tekist.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Guðjón Valur valinn leikmaður umferðarinnar

Fótbolti

Messi skákaði Ronaldo með þrennu sinni

Fótbolti

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Auglýsing

Nýjast

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Auglýsing