Sport

Miða­salan opnar aftur á morgun: Engir Argentínu­miðar

Miðasala Alþjóðaknattspyrnusambandsins á HM í Rússlandi hefst aftur á morgun og geta Íslendingar náð miðum á leikina gegn Króötum og Nígeríu en uppselt er á leikinn gegn Argentínu.

Stuðningsmenn Íslands unnu hug og hjörtu Evrópu í Frakklandi síðasta sumar en óvíst er hversu margir ætla til Rússlands. Fréttablaðið/Getty

Lokastig miðasölunnar fyrir HM 2018 í Rússland hefst á morgun þegar boðið verður að kaupa miðana sem eftir standa á leikina í sumar en boðið verður upp á að kaupa miða á alla leiki nema tvo, leik Íslands gegn Argentínu og úrslitaleikinn sjálfan.

Virðast það vera einu tveir leikirnir sem uppselt er á.

Kemur þetta fram á heimasíðu FIFA en íslenskir aðdáendur ættu þá að geta fengið miða á leikina gegn Nígeríu þann 22. júní í Volgograd og leik Íslands og Króatíu í Rostov 26. júní.

Er verið að ljúka síðustu miðakaupunum þar sem stuðningsmönnum bauðst að kaupa miða hjá liðum sínum en á morgun getur hver sem er keypt miða á alla leiki. Hefst miðasalan 09:00 á heimasíðu FIFA.

Er um að ræða einfalt kerfi, fyrstur kemur, fyrstur fær, og er því mikilvægt að aðdáendur sem ætla sér að kaupa miða á leikina verði tilbúnir snemma í fyrramálið en það fást strax svör hvort miðakaupin hafi tekist.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Ólafía Þórunn skaust upp töfluna

Sport

Skallagrímur síðastur inn í úrslitakeppnina

Handbolti

Selfyssingum varð ekkert ágengt

Auglýsing

Sjá meira Sport

Fótbolti

Sampson refsað fyrir ógnandi framkomu

Körfubolti

Taylor úrskurðaður í þriggja leikja bann

Körfubolti

Njarðvík skiptir um þjálfara

Crossfit

Með fiðrildi í maga af spennu

HM 2018 í Rússlandi

Perú mætir með sigur í farteskinu

Handbolti

Akureyri aftur í deild þeirra bestu

Auglýsing