Miðasala fyrir stærstu leiki íslenskrar kvennaknattspyrnu í langan tíma í  undankeppni HM 2019 þegar Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli hefst í hádeginu í dag.

Framundan eru tveir leikir gegn Þýskalandi og Tékklandi.

Getur íslenska kvennalandsliðið komist inn í lokakeppni HM í fyrsta sinn með sigri á Þýskalandi.

Þýskaland er með eitt sterkasta landslið heims og verður þetta gífurlega erfiður leikur fyrir íslenska liðið. 

Þær sýndu þó ytra að þær geta unnið Þjóðverja en fyrri leiknum lauk með 3-2 sigri Íslands.

Fer miðasalan fram á Tix.is og kostar miðinn tvö þúsund en með miða á Þýskalandsleikinn fá áhorfendur afslátt á leikinn gegn Tékklandi.

Talaði Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, mikið um hvað góður stuðningur gæti gefið liðinu á blaðamannafundinum í gær.