Fimm Íslendingar, þar á meðal silfurhafinn frá síðasta ári, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, eru meðal þátttakenda á Opna breska áhugamannamótinu í golfi sem hefst í dag.

Samkvæmt því sem kemur fram á vef Golfsambandsins er það metfjöldi íslenskra kylfinga á þessu sterkasta áhugamannamóti heimsins.

Fyrstu tvo dagana er keppt í höggleik og komast efstu 64 áfram á næsta stig keppninnar þar sem keppt er í holukeppni.

Á síðasta ári komst Jóhanna Lea alla leið í úrslitaeinvígið þar sem hún tapaði gegn Louise Duncan. Sigurvegarinn fær boð á þrjú risamót og annað stærsta áhugakylfingamót heims.

Þá var Ragnhildur Kristinsdóttir efst eftir höggleikinn í fyrra en féll úr leik í holukeppninni.