Sport

Metaregn hjá Má um helgina

Már Gunnarsson hefur bætt þrjú Íslandsmet á Íslandsmeistarmótinu í 25 metra laug í sundi sem fram fer í Ásvallalaug um helgina.

Már Gunnarsson hefur verið í miklu stuði um helgina. Mynd/ Kristín Guðmundsdóttir

Már Gunn­ars­son hefur synt gríðarlega vel á Íslands­meist­ara­mótinu í sundi í 25 metra laug um helgina. Hann hefur bætt þrjú Íslandsmet á mótinu.

Sund­sam­band Íslands og Íþrótta­sam­band fatlaðra standa sam­an að mót­inu að þessu sinni. Kepp­end­ur úr röðum fatlaðra eru nú full­gild­ir kepp­end­ur inn­an móts­ins, en veitt eru aðskilin verðlaun. 

Már bætti metin í 200 metra baksundi með því að synda á tím­an­um 2:27,48 mín­út­um, í 200 metra fjór­sundi á tím­an­um 2:34,75 mín­út­um og svo í 200 metra skriðsundi á tím­an­um 2:13,67 mín­út­um. 

Ró­bert Ísak Jóns­son sundmaður frá Hafnarfirði heufr einnig tryggt sér þátt­töku­rétt í úr­slit­um í 400 metra fjór­sundi og í 100 metra flugsundi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Íslenski boltinn

Valur krækir í tvo öfluga leikmenn

Auglýsing

Nýjast

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Auglýsing