Uppsetning Formúlu 1 tímabilsins 2023 hefur verið sett upp og samþykkt af Alþjóða mótorsport ráðinu (World Motor Sport Council). Þetta kemur fram í í tilkynningu frá FIA í dag en met verður slegið í fjölda keppnishelga á tímabilinu sem inniheldur 24 keppnishelgar.

Fyrsta keppnishelgi tímabilsins fer fram dagana 3. - 5. mars í Barein líkt og vaninn hefur verið undanfarin tímabil. Þá bætist við keppnishelgi á nýrri braut í Las Vegas í Bandaríkjunum og gamalkunnug braut í Katar verður tekin aftur inn.

Sem fyrr mun loka keppnishelgi tímabilsins fara fram í Abu Dhabi helgina 24. - 26. nóvember.

Hlutur Bandaríkjanna í Formúlu 1 fer vaxandi með hverju tímabilinu. Alls munu þrjár keppnishelgar fara fram í Bandaríkjunum á næsta tímabili í Miami, Austin og Las Vegas.

Mynd: FIA