Málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti mesta athygli. Gylfi var handtekinn í júlí og er grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Mál Gylfa er enn í rannsókn hjá lögreglunni Í Bretlandi en tíðinda er að vænta um miðjan janúar.

Lesendur Fréttablaðsins hafa fylgst náið með málefni Gylfa eins og sjá má þegar mest lesnu íþróttafréttir ársins eru skoðaðar.

Það vakti einnig áhuga fólks þegar foreldrar í Reykjavík neituðu að senda börn sín út á land í keppni.

Fréttir um Gylfa Þór hafa vakið áhuga fólks, enginn veit nákvæmlega um hvað Gylfi er sakaður og hvernig málið er að þróast.

Christian Eriksen fór í hjartastopp á Evrópumótinu í knattspyrnu í leik með Danmörku, málið vakti óhug en heppnin var í liði með Eriksen sem komst til lífs.

Birkir Bjarnason varð leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands á árinu en mistök Makedóna vöktu athygli.

Málefni Gylfa bar svo aftur á góma og þar kom fram í fréttum að Gylfi hafnaði allri sök.

David Beckham skorar svo alltaf hjá fólki sem fylgist með íþróttum.