Karlar eru formenn í aðalstjórnum sex af níu hverfisíþróttafélögum í Reykjavík en konur eru formenn í þremur aðalstjórnum. Karlar eru jafnframt í meirihluta í aðalstjórnum sex hverfisíþróttafélaga en konur eru í meirihluta í aðalstjórnum þriggja hverfisíþróttafélaga, Ármanns, ÍR og Fjölnis. Hrútalyktin er mest í Val þar sem 82 prósent af aðalstjórninni eru karlar. Framarar eru einnig slakir í að fá konur í aðalstjórn en þær eru 25 prósent í aðalstjórn. Það er einnig megn hrútalykt í stjórnum Fylkis, og Víkings. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kynlegum tölum, samantekt mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Þar kemur einnig fram að stelpur eru aðeins 36 prósent af iðkendum 6-18 ára hjá KR og Fram. Aðeins Ármann er með fleiri stelpur sem iðkendur í hverfisíþróttafélögum í Reykjavík.

Einungis 1.283 börn með erlent ríkisfang æfa íþróttir með félögunum níu.