Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi sem leikur með spænska liðinu Barcelona er tekjuhæst íþróttamaður heims samkvæmt lista sem Forbes opinberaði í dag. Bandaríska tímaritið telur árstekjur Messi vera tæpa 16 milljarða.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo sem er á mála hjá ítalska liðinu Juventus fylgir fast á hæla Messi en hann hefur halað inn tæpum 14 milljörðum síðustu 12 mánuði. Brasulíumaðurinn Neymar sem spilar fyrir franska liðið PSG kemur þar á eftir með 13 milljarða í árstekjur.

Bandaríski tennisspilarinn Serena Williams er eina konan sem kemst inn á topp 100 á þessum lista en hún þénar tæpa fjóra milljarða á ársgrundvelli. is the only woman in the top 100, earning $29.2m (£22.9m).

Forbes tók saman áætluð laun, styrki og verðlaunafé sem íþróttamennirnir fengu í sinn hlut á tímabilinu frá júní 2018 til sama mánaðar árið 2019. Íþróttamennirnir á listanum eru frá 25 löndum og eru með samtals 500 milljarða í laun og önnur hlunnindi.

Messi er annar knattspyrnumaðurinn sem trónir á toppi þessa lista en Ronaldo hafði áður gert það. Átta íþróttamenn hafa skipt því á milli að vera tekjuhæstir samkvæmt Forbes.

Hér að neðan má sjá tíu efstu sætin á listanum og svo hlekk á listann í heild sinni.

Lionel Messi. Knattspyrna

Cristiano Ronaldo. Knattspyrna

Neymar. Knattspyrna

Canelo Alvarez. Box

Roger Federer. Tennis

Russell Wilson. Amerískur fótbolti

Aaron Rodgers. Amerískur fótbolti

LeBron James. Körfubolti

Stephen Curry. Körfubolti

Kevin Durant. Körfubolti

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hérna.