Meistaradeildin

Messi sveiflaði töfrasprotanum gegn Chelsea

Lionel Messi skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann 3-0 sigur á Chelsea og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar ellefta árið í röð.

Messi skoraði þrjú af fjórum mörkum Barcelona í einvíginu gegn Chelsea. Fréttablaðið/Getty

Lionel Messi sýndi snilli sína þegar Barcelona tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Chelsea á Nývangi í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Stamford Bridge.

Messi skoraði tvö marka Barcelona og lagði það þriðja upp fyrir Ousmane Dembélé.

Annað mark Messi var hans hundraðasta í Meistaradeildinni. Hann er annar leikmaðurinn sem kemst í 100 marka klúbb keppninnar á eftir Cristiano Ronaldo.

Þetta er ellefta árið í röð sem Barcelona kemst í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Í hinum leik dagsins í Meistaradeildinni vann Bayern München 1-3 útisigur á Besiktas. Bæjarar unnu fyrri leikinn 5-0 og einvígið 8-1 samanlagt.

Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á föstudaginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Meistaradeildin

Héldu vöku fyrir leikmönnum Juventus í nótt

Meistaradeildin

Klopp vongóður um að Firmino spili

Fótbolti

Veislan hefst á nýjan leik í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Útisigrar í báðum leikjum kvöldsins

Frakkar stungu af í seinni hálfleik

Valur stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur

Rússar færast nær langþráðu EM-gulli

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Hópur valinn fyrir lokahnykkinn í undankeppni EM

Auglýsing