Spænskir fjölmiðlar hafa flutt fréttir af því undanfarna daga að leikmenn karlaliðs Barcelona í knattspyrnu hafi neitað að gangast undir ósk forráðamanna félagsin um launalækkun vegna kórónaveirufaraldursins.

Lionel Messi, fyrirliði liðsins, segir í færslu á Instagram-síðu sinni að fregnir þess efnis algerlega úr lausu lofti gripnar.

Hið rétta sé að liðsfélagar hans hafi líkt aðrir sem leika fyrir hönd félagsins í öllum íþróttagreinum hafi tekið á sig tímabundna 70% launalækkun.

Áður hafði verið tilkynnt að Aron Pálmarsson og félagar hans í handboltaliði félagsins hafi undirgengist sömu aðgerð og nú liggur fyrir að allir leikmenn sem leika fyrir félagið sitji við sama borð.