Knattspyrnugoðsögnin Lionel Messi segist ekki vera viss hvað tekur við þegar HM í Katar lýkur síðar á þessu ári.

Messi ræddi framtíðaráhorfur sínar eftir 3-0 sigur Argentínu á Venesúela á föstudaginn við argentínska fjölmiðla.

„Ég veit ekki hvað ég geri eftir HM í Katar. Ég þarf að huga að mörgum hlutum. Ég veit ekki hver framtíð mín með landsliðinu verður en ég veit að það mun talsvert breytast eftir HM.“

Messi sem verður 35 ára síðar á þessu ári er að fara með Argentínu á HM í fimmta sinn.

Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG.