Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, tveir bestu fótboltamenn allra tíma, sameinuðu krafta sína í auglýsingu fyrir tískuvörurisann Louis Vuitton. Þetta er í fyrsta skipti sem þessir snillingar vinna saman í auglýsingu.

Eins og áður segir var auglýsingin fyrir Louis Vuitton og var það einn þekktasti ljósmyndari heims, Annie Leibovitz sem tók myndina.

Báðir deildu þeir myndinni á Instagram og skrifuðu „Victory is a state of mind,“ eða „Sigur er hugarástand“.

Messi og Ronaldo eru báðir mættir á heimsmeistaramótið í Katar, en það verður fróðlegt að sjá hvort þeir nái að leiða lið sín til sigurs.