Þau tímamót eru í kjörinu að þessu sinni að argentínski framherjinn Li­o­nel Messi og portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo eru hvorugur í topp þremur að þessu sinni.

Belgíski sóknartengiliðurinn Kevin De Bruyne sem leikur fyrir Manchester City, pólski markahrókurinn Robert Lew­andowski hjá Bayern München og þýski markvöðurinn Manu­el Neu­er sem ver mark Bayern München voru efst í kjörinu karlamegin.

Wendie Ren­ard, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon, Lucy Bronze sem fór frá Lyon til Manchester City og Pernille Har­der sem söðlaði um frá Wolfsburg til Chelsea á dögunum geta hreppt hnossið í kvennaflokki.

Kjorið verður opinberað 1. október næstkomandi en það eru þjálfarar í Meistaradeild Evrópu í karla- og kvennaflokki og evrópskir fjölmiðlamenn sem kusu.