Ernesto Valverde staðfesti í dag að Lionel Messi og Ousmane Dembele yrðu í leikmannahóp Barcelona gegn Manchester United annað kvöld.

Valverde hefur því úr öllum leikmannahópnum að velja eftir að Dembele tók þátt í leik Barcelona gegn Huesca um helgina.

Messi fékk þungt högg á andlitið eftir að hafa lent í samstuði við Chris Smalling. Argentínumaðurinn var hvíldur um helgina en æfði með liðsfélögum sínum í dag.

Dembele hefur verið lengur frá eftir að hafa farið meiddur af velli í leik Barcelona og Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrr í vetur.