UEFA birti í dag lista yfir þá þrjá leikmenn sem koma til greina sem leikmaður ársins en Lionel Messi hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar.

Er þetta níunda árið sem UEFA veitir þessi verðlaun og hefur Messi unnið tvívegis. Aðeins Cristiano Ronaldo (3) hefur hlotið nafnbótina oftar.

Fyrrum liðsfélagarnir hjá Real Madrid, Cristiano Ronaldo og Luka Modric eru fulltrúar spænsku deildarinnar.

Þá er Mohamed Salah frá Liverpool tilnefndur eftir magnað fyrsta tímabil á Englandi.

Vekur það töluverða athygli að Messi skuli ekki hafa komið til greina þrátt fyrir að vinna deild og bikar á Spáni og skora 45 mörk í 53 leikjum.